Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:31 Giorgio Chiellini ætlar að enda landsliðsferilinn á sama stað og hann varð Evrópumeistari með liðinu. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní. Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum. Fótbolti Ítalía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum.
Fótbolti Ítalía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira