Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:50 Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun