Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafna börnum í viðkvæmri stöðu Lúðvík Júlíusson skrifar 27. apríl 2022 16:01 Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun