Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 18:00 Pallborðið kosningar í Eflingu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira