Leikurinn í kvöld var í 8-liða úrslitum en Elverum vinnur seríuna 2-0.
Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson leika báðir með Elverum en Orri Freyr var markahæsti leikmaður vallarins með 7 mörk og Aron Dagur skoraði eitt.
Elverum er ríkjandi deildarmeistari og eru nú komnir áfram í undanúrslit þar sem mótherjinn verður lið Arendal.