Ráðist á hana í nóvember en núna er hún komin í agabann fyrir slagsmál Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:00 Kheira Hamraoui er í agabanni hjá Paris Saint-Germain og missir af einum stærsta leik tímabilsins hjá liðinu. Getty/Aurelien Meunier Það eru áfram læti í kringum frönsku landsliðskonuna Kheira Hamraoui og nú er ljóst að hún verður ekki með Paris Saint-Germain í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon. Liðin mætast aftur á laugardaginn en Sara og félagar unnu fyrri leikinn 3-2. Hamraoui er ekki í leikbanni heldur í agabanni hjá sínu eigin félagi. Alors qu'elle est venue au centre d'entraînement du PSG ce mardi, Kheira Hamraoui ne s'entraînera pas avec les Parisiennes cette semaine, et sera donc absente de la demi-finale retour de Ligue des champions contre l'OL, samedi https://t.co/01l1AXg03J pic.twitter.com/PXd6uPKCdU— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 26, 2022 Hinn 32 ára gamli miðjumaður lenti í slagsmálum við liðsfélaga sinn Sandy Baltimore á æfingu á laugardaginn var og af þeim sökum tók hún ekki þátt í fyrri leiknum. Parísarliðið hefur nú tekið þá ákvörðun að agabannið hennar nái út alla vikuna. Hamraoui byrjaði lætin á því að móðga liðsfélaga sinn og það er mat forráðamanna félagsins að hún hafi verið gerandinn í þeim látum sem urðu meðal liðsfélaganna. Franska blaðið Le Parisien segir agbannið því vera sett á til að róa leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga seinni leik þar sem sæti í úrslitaleiknum er í boði. Félagið ræddi við alla sem komu að þessum slagsmálum, ekki bara Hamraoui og Baltimore heldur einnig þær Kadidiatou Diani og Marie-Antoinette Katoto. Kheira Hamraoui impliquée dans une altercation à l'entraînement du PSGUn incident entre Hamraoui et Baltimore a eu lieu lors de la mise en place tactique de ce samedi matin, à la veille de la demi-finale de Ligue des champions contre l'OL https://t.co/axZncyp34p pic.twitter.com/Bqebua10G5— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 23, 2022 Það er ljóst að andrúmsloftið í liðinu er mjög slæmt og mikið um rifrildi og ósætti. Sumir leikmenn tala ekki við hvora aðra og stemmningin er sögð vera mjög súr. Agabann Hamraoui er einnig talið vera fyrsta skrefið í átt að losa sig við hana. Kheira Hamraoui var mikið í fréttunum í nóvember þegar tveir grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar og liðsfélagi hennar Aminata Diallo var sökuð um að standa þar að baki og var rekin í yfirheyrslu. Engar ákærur voru gefnar út og Diallo sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði þess ekkert satt í þessum ásökunum á hendur henni. Þær snéru báðar til baka í janúarmánuði. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Liðin mætast aftur á laugardaginn en Sara og félagar unnu fyrri leikinn 3-2. Hamraoui er ekki í leikbanni heldur í agabanni hjá sínu eigin félagi. Alors qu'elle est venue au centre d'entraînement du PSG ce mardi, Kheira Hamraoui ne s'entraînera pas avec les Parisiennes cette semaine, et sera donc absente de la demi-finale retour de Ligue des champions contre l'OL, samedi https://t.co/01l1AXg03J pic.twitter.com/PXd6uPKCdU— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 26, 2022 Hinn 32 ára gamli miðjumaður lenti í slagsmálum við liðsfélaga sinn Sandy Baltimore á æfingu á laugardaginn var og af þeim sökum tók hún ekki þátt í fyrri leiknum. Parísarliðið hefur nú tekið þá ákvörðun að agabannið hennar nái út alla vikuna. Hamraoui byrjaði lætin á því að móðga liðsfélaga sinn og það er mat forráðamanna félagsins að hún hafi verið gerandinn í þeim látum sem urðu meðal liðsfélaganna. Franska blaðið Le Parisien segir agbannið því vera sett á til að róa leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga seinni leik þar sem sæti í úrslitaleiknum er í boði. Félagið ræddi við alla sem komu að þessum slagsmálum, ekki bara Hamraoui og Baltimore heldur einnig þær Kadidiatou Diani og Marie-Antoinette Katoto. Kheira Hamraoui impliquée dans une altercation à l'entraînement du PSGUn incident entre Hamraoui et Baltimore a eu lieu lors de la mise en place tactique de ce samedi matin, à la veille de la demi-finale de Ligue des champions contre l'OL https://t.co/axZncyp34p pic.twitter.com/Bqebua10G5— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 23, 2022 Það er ljóst að andrúmsloftið í liðinu er mjög slæmt og mikið um rifrildi og ósætti. Sumir leikmenn tala ekki við hvora aðra og stemmningin er sögð vera mjög súr. Agabann Hamraoui er einnig talið vera fyrsta skrefið í átt að losa sig við hana. Kheira Hamraoui var mikið í fréttunum í nóvember þegar tveir grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar og liðsfélagi hennar Aminata Diallo var sökuð um að standa þar að baki og var rekin í yfirheyrslu. Engar ákærur voru gefnar út og Diallo sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði þess ekkert satt í þessum ásökunum á hendur henni. Þær snéru báðar til baka í janúarmánuði.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira