Meirihlutinn heldur velli og Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá samkvæmt nýrri könnun Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. apríl 2022 07:48 Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá samkvæmt könnuninni 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli í nýrri könnun Fréttablaðsins sem Prósent framkvæmdi fyrir blaðið. Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra. Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira