Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að rannsaka þurfi ábyrgð ráðherranna í Íslandsbankamálinu. Vísir/Arnar Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14