Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 23:31 Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. „Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði. Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
„Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði.
Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira