Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 11:01 Friðrik Jónsson tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Fjórtán ábendingar bárust til BHM vegna starfa hans í vetur. Ráðgjafafyrirtæki töldu að lokinni skoðun ekki tilefni til viðbragða. Aðsend Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra.
Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent