Lyon mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 20:53 Catarina Macario, Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Lyon fóru með eins marks forskot til Parísar. Getty/Johannes Simon Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld. Sara Björk var ekki með Lyon í kvöld, en Lyon vann fyrri leik liðanna 3-2 og liðið var því komið í góða stöðu þegar Ada Hegerboerg kom liðinu yfir á 14. mínútu í kvöld. Marie-Antoinette Katoto jafnaði metin fyrir PSG eftir rétt rúmlega klukkutíma leik áður en reynsluboltinn Wendie Renard tryggði Lyon 2-1 sigur með góðum skalla. Niðurstaðan varð því samanlagður 5-3 sigur Lyon og liðið er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mótherjar Lyon verða Barcelona, en Börsungar unnu samanlagðan 5-3 sigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur g stöllum hennar í Wolfsburg. Úrslitaleikurinn fer fram í Turin þann 21. maí. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube og hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld. Sara Björk var ekki með Lyon í kvöld, en Lyon vann fyrri leik liðanna 3-2 og liðið var því komið í góða stöðu þegar Ada Hegerboerg kom liðinu yfir á 14. mínútu í kvöld. Marie-Antoinette Katoto jafnaði metin fyrir PSG eftir rétt rúmlega klukkutíma leik áður en reynsluboltinn Wendie Renard tryggði Lyon 2-1 sigur með góðum skalla. Niðurstaðan varð því samanlagður 5-3 sigur Lyon og liðið er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mótherjar Lyon verða Barcelona, en Börsungar unnu samanlagðan 5-3 sigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur g stöllum hennar í Wolfsburg. Úrslitaleikurinn fer fram í Turin þann 21. maí. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube og hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan.