Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. maí 2022 18:00 Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Myndin er úr safni. Getty Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett. Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett.
Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05
Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15