„Þetta er bara líflátshótun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Vísir Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42