Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 11:38 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira