„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 17:10 Á Austurvelli í dag. Vísir Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira