„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 10:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með Jon Wertheim, fréttamanni 60 Minutes. CBS Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. Jon Wertheim, fréttamaður 60 Minutes, var staddur hér á landi í mars, á úrslitakeppni Söngvakeppninnar þar sem atriði Íslands í Eurovision þetta árið var valið. Fréttastofa ræddi við Wertheim í mars þar hann greindi frá því að næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni hafi leitt tökuliðið hingað til lands, til að fjalla um Eurovision. Í viðtali við fréttastofu nefndi Wertheim sérstaklega að það hefði komið honum á óvart að forseti landsins væri svo viljugur að ræða fyrirbæri eins og Eurovision við erlenda fréttamenn. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Guðni er nokkuð fyrirferðarmikill í innslagi 60 mínútna, þar sem hann tók meðal annars lagið. Farið er stuttlega yfir sögu Íslands í Eurovision-keppninni og rifjað upp hvernig íslenska þjóðin var á því að Gleðibankinn myndi fara með sigur af hólmi í keppninni 1986, þeirri fyrstu sem Ísland tók þátt í. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ sagði Guðni við Wertheim í þættinum. „Ha! núll stig til Íslands hugsaði maður. Við enduðum í sextánda sæti. Þetta var raunveruleikatékk fyrir okkur Íslendinga.“ “We call it the Icelandic song contest and the Eurovision song contest, but everybody knows it’s not only about the song; it’s about the act,” executive producer of the Icelandic song contest Rúnar Gíslason tells Jon Wertheim. https://t.co/upm5AZPcAK pic.twitter.com/DULH0Tnh1t— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Eins og Íslendingar þekkja hefur íslenskt atriðið ekki unnið keppnina hingað til, og segir Wortheim að vonbrigði séu þema sem Íslendingar kannist við þegar kemur að Eurovision. „Við höfum aldrei unnið þetta, eins og þú veist. Tvisvar verið nálægt því, tvisvar í öðru sæti,“ sagði Guðni sem kom fréttamanni 60 Minutes á óvart með þekkingu sinni á keppninni. „Ég man auðveldlega eftir sigurlögunum. Sanda kim árið 86, Brotherhood of Man, Save Your Kisses for Me árið 76, ef ég man rétt.“ Þú veist að það væru afglöp í starfi af minni hálfu ef ég myndi ekki biðja þig um að syngja? „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Sem er nákvæmlega það sem hann gerði, lagstúf úr Save Your Kisses for Me sem bar sigur úr bítum fyrir hönd Bretlands í keppninni árið 1976. “We have darkness here, like, nine months a year. So, this is kind of the antidepressant.”Each year, Iceland holds Söngvakeppnin, a sort of preliminary tournament to decide who will represent the country at Eurovision. https://t.co/zbamvB6Zvg pic.twitter.com/qiPokHZAEG— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Í þættinum er farið um víðan völl. Rætt er við kynna Söngvakeppninnar, Reykjavíkurdætur, Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd í Ítalíu eftir um tvær vikur og svona mætti áfram telja. Guðni átti þó lokaorðið í þættinum. „Við erum að koma undan faraldrinum. Það er stríð í Evrópu. Hver hefði trúað því. Eurovision er skemmtun. Keppnin skiptir engu máli í stóra samhenginu. En ef maður hugsar alltaf svoleiðis, ef maður skemmtir sér aldrei, þá stefnum við til glötunar.“ Lesa má umfjöllun 60 Minutes hér en í innslaginu hér fyrir neðan má sjá Wortheim ræða um innslagið sjálft. Íslenskir áhorfendur geta séð þáttinn í heild sinni á sunnudaginn næsta þegar hann verður á dagskrá Stöðvar 2. Eurovision Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Jon Wertheim, fréttamaður 60 Minutes, var staddur hér á landi í mars, á úrslitakeppni Söngvakeppninnar þar sem atriði Íslands í Eurovision þetta árið var valið. Fréttastofa ræddi við Wertheim í mars þar hann greindi frá því að næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni hafi leitt tökuliðið hingað til lands, til að fjalla um Eurovision. Í viðtali við fréttastofu nefndi Wertheim sérstaklega að það hefði komið honum á óvart að forseti landsins væri svo viljugur að ræða fyrirbæri eins og Eurovision við erlenda fréttamenn. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Guðni er nokkuð fyrirferðarmikill í innslagi 60 mínútna, þar sem hann tók meðal annars lagið. Farið er stuttlega yfir sögu Íslands í Eurovision-keppninni og rifjað upp hvernig íslenska þjóðin var á því að Gleðibankinn myndi fara með sigur af hólmi í keppninni 1986, þeirri fyrstu sem Ísland tók þátt í. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ sagði Guðni við Wertheim í þættinum. „Ha! núll stig til Íslands hugsaði maður. Við enduðum í sextánda sæti. Þetta var raunveruleikatékk fyrir okkur Íslendinga.“ “We call it the Icelandic song contest and the Eurovision song contest, but everybody knows it’s not only about the song; it’s about the act,” executive producer of the Icelandic song contest Rúnar Gíslason tells Jon Wertheim. https://t.co/upm5AZPcAK pic.twitter.com/DULH0Tnh1t— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Eins og Íslendingar þekkja hefur íslenskt atriðið ekki unnið keppnina hingað til, og segir Wortheim að vonbrigði séu þema sem Íslendingar kannist við þegar kemur að Eurovision. „Við höfum aldrei unnið þetta, eins og þú veist. Tvisvar verið nálægt því, tvisvar í öðru sæti,“ sagði Guðni sem kom fréttamanni 60 Minutes á óvart með þekkingu sinni á keppninni. „Ég man auðveldlega eftir sigurlögunum. Sanda kim árið 86, Brotherhood of Man, Save Your Kisses for Me árið 76, ef ég man rétt.“ Þú veist að það væru afglöp í starfi af minni hálfu ef ég myndi ekki biðja þig um að syngja? „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Sem er nákvæmlega það sem hann gerði, lagstúf úr Save Your Kisses for Me sem bar sigur úr bítum fyrir hönd Bretlands í keppninni árið 1976. “We have darkness here, like, nine months a year. So, this is kind of the antidepressant.”Each year, Iceland holds Söngvakeppnin, a sort of preliminary tournament to decide who will represent the country at Eurovision. https://t.co/zbamvB6Zvg pic.twitter.com/qiPokHZAEG— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022 Í þættinum er farið um víðan völl. Rætt er við kynna Söngvakeppninnar, Reykjavíkurdætur, Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd í Ítalíu eftir um tvær vikur og svona mætti áfram telja. Guðni átti þó lokaorðið í þættinum. „Við erum að koma undan faraldrinum. Það er stríð í Evrópu. Hver hefði trúað því. Eurovision er skemmtun. Keppnin skiptir engu máli í stóra samhenginu. En ef maður hugsar alltaf svoleiðis, ef maður skemmtir sér aldrei, þá stefnum við til glötunar.“ Lesa má umfjöllun 60 Minutes hér en í innslaginu hér fyrir neðan má sjá Wortheim ræða um innslagið sjálft. Íslenskir áhorfendur geta séð þáttinn í heild sinni á sunnudaginn næsta þegar hann verður á dagskrá Stöðvar 2.
Eurovision Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. 12. mars 2022 19:06
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36