Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 11:59 Fyrirferð Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er mörgum þyrnir í augum. Vísir/Vilhelm Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun. Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun.
Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent