„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:38 Greint var frá því á Vísi í dag að Hildur hefur ekki mætt á fundi borgarstjórnar í á þriðja mánuð. Hildur segir það ekki endurspegla mætingu hennar á kjörtímabilinu. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira