Oddvitaáskorunin: Reyndi að éta eyrnatappa í svefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 09:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sanna Magdalena leiðir lista Sósíalista í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sanna Magdalena, verð þrítug þann 3. maí og útskrifaðist úr Fellaskóla árið 2008 og fór síðan í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Í dag er borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokks Íslands og fyrrum fátækt barn sem ólst upp hjá einstæðri móður minni. Það er ömurlegt að sjá fátæktina hér á landi og í borginni. Fátækt er pólitísk ákvörðun sem er hægt að útrýma. Það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er svo ótrúlegt að búa í samfélagi þar sem stéttaskiptingin er svo gríðarleg og að fólk geti farið í gegnum lífið án þess að vita hvernig hin verr settu hafa það, við verðum að skapa hér gott samfélag sem byggist á réttlæti og jöfnuði. Ég er mannfræðingur og útskrifaðist með mastersgráðu í mannfræði í febrúar árið 2018 með áherslu á margbreytileika. Í mannfræðinni var ég mikið að skoða kynþáttahyggju og kynþáttafordóma og hef haft mikinn áhuga á því að skoða samfélagsgerðina og hvaða þættir hafa áhrif á það að ákveðið óréttlæti fær að þrífast. Ég hef fengið að taka þau tvö viðfangsefni sem hafa mótað mitt líf sem mest fyrir í námi og í starfi, kynþáttafordómana í náminu og fátæktina og ójöfnuiðinn í starfi. BA ritgerðin mín fjallaði um hugtakið negri. Mastersritgerð mín í mannfræði byggði á rannsókn sem fjallar um upplifun 15 Íslendinga af blönduðum uppruna (e. ‘mixed-race’) af því að tilheyra íslensku samfélagi. Sjálf er ég brún kona af blönduðum uppruna og lífsreynsla mín hafði áhrif á hvað ég ákvað að skoða innan mannfræðinnar. Helstu niðurstöður mastersrannsóknarinnar sýndu fram á að viðmælendur voru meðvitaðir um að standa út úr í íslensku samfélagi og upplifðu þar ýmiss konar forvitni í sinn garð en konur þó í meiri mæli en karlmenn. Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á að þó svo að einstaklingur sé einnig með erlendan bakgrunn sé hann ekki minni Íslendingur fyrir vikið. Kristín Loftsdóttir var leiðbeinandi minn bæði í BA og MA verkefninu. Þessi mannfræði nálgun hefur fylgt mér út í lífið, því það er svo mikilvægt að tala við fólk um sinn reynsluheim. Þetta er það sem ég geri í starfi mínu sem borgarfulltrúi, að tala við fólk og heyra um það hvað þurfi að laga og hvernig þurfi að laga það. Fólk verður að hafa meira um líf sitt að segja og það er svo óþolandi að sjá hvernig stefnur borgarinnar geta haft neikvæð áhrif á líf fólks, sérstaklega á líf þeirra sem hafa það verst. Ég er Breiðhyltingur. Mamma mín er íslensk og pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég er ekki í samskiptum við hann í dag. Mig langar til þess að fara til Tansaníu einn daginn og hef verið að læra smá í Swahili á duolingo. Mér finnst skemmtilegasta hugtakið vera hakuna matata sem mætti þýða sem engar áhyggjur, eða þetta reddast, eitthvað sem við hér á landi þekkjum vel. Hlutirnir reddast því miður ekki að sjálfu sér og þess vegna þurfum við að laga samfélagsgerðina sem skapar og viðheldur kúgun, misrétti og ójöfnuði. Klippa: Oddvitaáskorun - Sanna Magdalena Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef ferðast svo lítið um landið en gleymi aldrei fallega sólsetrinu sem ég sá þegar vinkona mín skipulagði óvissuferð fyrir okkur og við enduðum á tjaldsvæði á Akranesi. Himinininn var alveg áberandi rauður og mjög fallegur. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já hvað græna ljósið dugar skammt þegar ég er að ganga yfir götu. Ekki svo lítilvæglegt þegar ég leiði hugann að því. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að ryksuga og heyra óhreinindin sogast upp í ryksuguna. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var að keyra um og villtist og lögreglan stöðvaði mig, minnir að hún hafi beðið mig um skilríki. Ég veit ekki af hverju en ég er óttast oft lögregluna, líður oft eins og ég hafi gert eitthvað af mér og að þeir banki upp á til að skamma fyrir eitthvað. Hvað færðu þér á pizzu? Papriku, sveppi, döðlur, jalapeno, salthnetur, stundum vegan hakk, sólþurrkaða tómata, svartar ólífur, vegan ost og oregano. Svo er líka gott að setja sítrónupipar. Hvaða lag peppar þig mest? Survivor með Destiny’s Child. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hálfa. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu og það kom bíll og keyrði yfir einn, þá sagði hinn, hey komdu hingað tómatsósan þín! Hvað er þitt draumafríi? Að fara til London og hitta fjölskylduna mína sem er þar og slaka á í góðu veðri, og skoða borgina. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 af því ég man meira eftir því. Uppáhalds tónlistarmaður? DMX. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Reynt að borða eyrnatappa þegar ég var hálfsofandi, haldandi að eyrnatappinn væri lakkrís. Ég sef alltaf með eyrnatappa til að blokka út hljóð og mig dreymdi einu sinni að ég væri að borða lakkrís en það var ekkert það mikið lakkrísbragð af honum. Þegar ég vaknaði sá ég að einn eyrnatappinn var ekki í eyranu mínu og það voru tannför á honum, ég hef sennilega verið að japla á eyrnatappanum, haldandi í draumi að þarna væri matur. Þarna hlýt ég að hafa verið mjög þreytt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Halle Berry eða Aldís Amah Hamilton. Hefur þú verið í verbúð? Nei ég hef ekki verið í verbúð. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei en horfði stundum á þá hjá vinkonu minni þegar við vorum yngri, fínustu þættir. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til útlanda eða Ísafjarðar því ég hef aldrei komið þangað en á ættir að rekja til Ísafjarðar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Baby með Justin Bieber. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sanna Magdalena leiðir lista Sósíalista í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sanna Magdalena, verð þrítug þann 3. maí og útskrifaðist úr Fellaskóla árið 2008 og fór síðan í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Í dag er borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokks Íslands og fyrrum fátækt barn sem ólst upp hjá einstæðri móður minni. Það er ömurlegt að sjá fátæktina hér á landi og í borginni. Fátækt er pólitísk ákvörðun sem er hægt að útrýma. Það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er svo ótrúlegt að búa í samfélagi þar sem stéttaskiptingin er svo gríðarleg og að fólk geti farið í gegnum lífið án þess að vita hvernig hin verr settu hafa það, við verðum að skapa hér gott samfélag sem byggist á réttlæti og jöfnuði. Ég er mannfræðingur og útskrifaðist með mastersgráðu í mannfræði í febrúar árið 2018 með áherslu á margbreytileika. Í mannfræðinni var ég mikið að skoða kynþáttahyggju og kynþáttafordóma og hef haft mikinn áhuga á því að skoða samfélagsgerðina og hvaða þættir hafa áhrif á það að ákveðið óréttlæti fær að þrífast. Ég hef fengið að taka þau tvö viðfangsefni sem hafa mótað mitt líf sem mest fyrir í námi og í starfi, kynþáttafordómana í náminu og fátæktina og ójöfnuiðinn í starfi. BA ritgerðin mín fjallaði um hugtakið negri. Mastersritgerð mín í mannfræði byggði á rannsókn sem fjallar um upplifun 15 Íslendinga af blönduðum uppruna (e. ‘mixed-race’) af því að tilheyra íslensku samfélagi. Sjálf er ég brún kona af blönduðum uppruna og lífsreynsla mín hafði áhrif á hvað ég ákvað að skoða innan mannfræðinnar. Helstu niðurstöður mastersrannsóknarinnar sýndu fram á að viðmælendur voru meðvitaðir um að standa út úr í íslensku samfélagi og upplifðu þar ýmiss konar forvitni í sinn garð en konur þó í meiri mæli en karlmenn. Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á að þó svo að einstaklingur sé einnig með erlendan bakgrunn sé hann ekki minni Íslendingur fyrir vikið. Kristín Loftsdóttir var leiðbeinandi minn bæði í BA og MA verkefninu. Þessi mannfræði nálgun hefur fylgt mér út í lífið, því það er svo mikilvægt að tala við fólk um sinn reynsluheim. Þetta er það sem ég geri í starfi mínu sem borgarfulltrúi, að tala við fólk og heyra um það hvað þurfi að laga og hvernig þurfi að laga það. Fólk verður að hafa meira um líf sitt að segja og það er svo óþolandi að sjá hvernig stefnur borgarinnar geta haft neikvæð áhrif á líf fólks, sérstaklega á líf þeirra sem hafa það verst. Ég er Breiðhyltingur. Mamma mín er íslensk og pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég er ekki í samskiptum við hann í dag. Mig langar til þess að fara til Tansaníu einn daginn og hef verið að læra smá í Swahili á duolingo. Mér finnst skemmtilegasta hugtakið vera hakuna matata sem mætti þýða sem engar áhyggjur, eða þetta reddast, eitthvað sem við hér á landi þekkjum vel. Hlutirnir reddast því miður ekki að sjálfu sér og þess vegna þurfum við að laga samfélagsgerðina sem skapar og viðheldur kúgun, misrétti og ójöfnuði. Klippa: Oddvitaáskorun - Sanna Magdalena Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef ferðast svo lítið um landið en gleymi aldrei fallega sólsetrinu sem ég sá þegar vinkona mín skipulagði óvissuferð fyrir okkur og við enduðum á tjaldsvæði á Akranesi. Himinininn var alveg áberandi rauður og mjög fallegur. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já hvað græna ljósið dugar skammt þegar ég er að ganga yfir götu. Ekki svo lítilvæglegt þegar ég leiði hugann að því. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að ryksuga og heyra óhreinindin sogast upp í ryksuguna. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var að keyra um og villtist og lögreglan stöðvaði mig, minnir að hún hafi beðið mig um skilríki. Ég veit ekki af hverju en ég er óttast oft lögregluna, líður oft eins og ég hafi gert eitthvað af mér og að þeir banki upp á til að skamma fyrir eitthvað. Hvað færðu þér á pizzu? Papriku, sveppi, döðlur, jalapeno, salthnetur, stundum vegan hakk, sólþurrkaða tómata, svartar ólífur, vegan ost og oregano. Svo er líka gott að setja sítrónupipar. Hvaða lag peppar þig mest? Survivor með Destiny’s Child. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hálfa. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu og það kom bíll og keyrði yfir einn, þá sagði hinn, hey komdu hingað tómatsósan þín! Hvað er þitt draumafríi? Að fara til London og hitta fjölskylduna mína sem er þar og slaka á í góðu veðri, og skoða borgina. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 af því ég man meira eftir því. Uppáhalds tónlistarmaður? DMX. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Reynt að borða eyrnatappa þegar ég var hálfsofandi, haldandi að eyrnatappinn væri lakkrís. Ég sef alltaf með eyrnatappa til að blokka út hljóð og mig dreymdi einu sinni að ég væri að borða lakkrís en það var ekkert það mikið lakkrísbragð af honum. Þegar ég vaknaði sá ég að einn eyrnatappinn var ekki í eyranu mínu og það voru tannför á honum, ég hef sennilega verið að japla á eyrnatappanum, haldandi í draumi að þarna væri matur. Þarna hlýt ég að hafa verið mjög þreytt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Halle Berry eða Aldís Amah Hamilton. Hefur þú verið í verbúð? Nei ég hef ekki verið í verbúð. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei en horfði stundum á þá hjá vinkonu minni þegar við vorum yngri, fínustu þættir. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til útlanda eða Ísafjarðar því ég hef aldrei komið þangað en á ættir að rekja til Ísafjarðar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Baby með Justin Bieber.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira