Oddvitaáskorunin: Þykir „óþarflega áhugasamur“ um sjampó Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2022 18:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásgeir Sveinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgeir Sveinsson er formaður Bæjarráðs og hefur verið bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá 2018. Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. frá 2008 til 2019. Ásgeir hefur sinnt hinum ýmsu félagsstörfum og meðal annars verið formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, varaforseti þorrablótsnefndar Aftureldingar frá 2008, setið í stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar og Víkings og félagi í Karlakór Kjalnesinga. Hann hefur búið með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ í 22 ár. Eiginkona hans er Helga Sævarsdóttir hjúkrunar - og lýðheilsufræðingur og saman eiga þau þrjú börn, þau Elvar 27 ára, Ásu Maríu 23 ára, Hilmar 20 ára, barnabarnið Brynjar Leó og hundinn Myrru. Á næsta kjörtímabili vill Ásgeir leggja áherslu á að gera Mosfellsbæ að enn betra samfélagi og tryggja að Mosfellingar verði áfram þeir ánægðustu á landinu með sitt sveitarfélag samkvæmt könnunum. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgeir Sveinsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Mosfellsbæ er það Stórurð við Dyrfjöll austur á Héraði. Það er náttúruperla sem allir ættu að sjá allavega einu sinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er ekki margt sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Það er kannski helst að hér búa aðeins of fáir sjálfstæðismenn, en þeim er alltaf að fjölga því það er best að búa í Mosó. 😊 Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég get horft endalaust aftur og aftur á King of Queens þættina. Svo þykir vinum mínum ég óþarflega áhugasamur um – og vita mikið um - sjampó, svo mikið að ég er reglulega kallaður Geiri Sjampó. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það væru líklegast þau fáu skipti sem ég hef lent í rökræðum við þau um hversu hratt ég var að keyra. Þess ber að geta að ég játaði mig alltaf sigraðan í þeim rökræðum fyrir rest. Svo hafa þau einu sinni eða tvisvar kíkt í heimsókn til mín í Bombay höllina svokölluðu þegar við Helga mín vorum að halda veislu. Nágrönnunum líkaði ekki tónlistarsmekkurinn. Hvað færðu þér á pizzu? Pepp og svepp, rjómaost og ananas – það er blanda sem klikkar aldrei. Hvaða lag peppar þig mest? Don‘t stop me now með Queen kemur mér alltaf í gírinn. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Það er misjafnt eftir dagsformi, en ég held ég sé í nokkuð góðum málum miðað við aldur og fyrri störf. Göngutúr eða skokk? Ég er einn þéttasti langhlaupari landsins þannig að skokk er málið hjá mér. Uppáhalds brandari? Það er ekki vinsælt á mínu heimili að ég segi brandara enda segja börnin mín að ég kunni ekkert nema lélega pabbabrandara. Ég heyrði reyndar einn um daginn sem mér fannst fyndinn, um manninn sem var svo lítill að hann var hola. Það útskýrir mögulega brandarabannið á heimilinu. Hvað er þitt draumafríi? Við erum mjög dugleg að ferðast fjölskyldan um landið með hjólhýsi, labba á fjöll, skoða landið og njóta í íslenskri náttúru. Hjólaferðir í Evrópu eru líka í miklu uppáhaldi hjá okkur, sérstaklega í Króatíu og á Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra, því þá átti Covid að vera löngu búið. Svo vann Liverpool líka Englandsmeistaratitilinn 2020 í fyrsta sinn í langan tíma svo það var alls ekki slæmt ár. Uppáhalds tónlistarmaður? Stebbi Hilmars kemur hér sterkur inn, hann er minn maður. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það væri ekki þegar ég var einu sinni sem oftar að keppa í handbolta. Ég var ósammála dómaranum ítrekað í leiknum en hann átti einkar dapran dag að mínu mati. Það endaði með því að hann gaf mér rautt spjald fyrir tuð en þetta var á þeim tíma þegar spjöldin voru ennþá gerð úr pappa. Ég tók af honum spjaldið, reif það í fjóra hluta og át það. Dómarinn var smá stund að átta sig á þessu sem von er, en fékk svo lánað annað spjald hjá meðdómara sínum og vísaði mér verðskuldað upp í stúku. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Má vera íslenskur eða útlenskur. Ef það þyrfti að vera íslendingur þá klárlega Edda Björgvins. Hún er falleg, fyndin og skemmtileg eins og ég. Annars kæmi Kevin James líka sterklega til greina. Hefur þú verið í verbúð? Nei aldrei. Hafði samt mjög gaman að sjónvarpsseríunni. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump er tímalaust meistarastykki. Áttu eftir að sakna Nágranna? Aldrei borið gæfa til þess að detta inn í þá þætti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi fara á Egilsstaði, það er alltaf besta veðrið fyrir austan á sumrin og allt svæðið svo fallegt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Can‘t stop the feeling með Justin Timberlake. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ásgeir Sveinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgeir Sveinsson er formaður Bæjarráðs og hefur verið bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá 2018. Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. frá 2008 til 2019. Ásgeir hefur sinnt hinum ýmsu félagsstörfum og meðal annars verið formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, varaforseti þorrablótsnefndar Aftureldingar frá 2008, setið í stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar og Víkings og félagi í Karlakór Kjalnesinga. Hann hefur búið með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ í 22 ár. Eiginkona hans er Helga Sævarsdóttir hjúkrunar - og lýðheilsufræðingur og saman eiga þau þrjú börn, þau Elvar 27 ára, Ásu Maríu 23 ára, Hilmar 20 ára, barnabarnið Brynjar Leó og hundinn Myrru. Á næsta kjörtímabili vill Ásgeir leggja áherslu á að gera Mosfellsbæ að enn betra samfélagi og tryggja að Mosfellingar verði áfram þeir ánægðustu á landinu með sitt sveitarfélag samkvæmt könnunum. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgeir Sveinsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Mosfellsbæ er það Stórurð við Dyrfjöll austur á Héraði. Það er náttúruperla sem allir ættu að sjá allavega einu sinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það er ekki margt sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Það er kannski helst að hér búa aðeins of fáir sjálfstæðismenn, en þeim er alltaf að fjölga því það er best að búa í Mosó. 😊 Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég get horft endalaust aftur og aftur á King of Queens þættina. Svo þykir vinum mínum ég óþarflega áhugasamur um – og vita mikið um - sjampó, svo mikið að ég er reglulega kallaður Geiri Sjampó. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það væru líklegast þau fáu skipti sem ég hef lent í rökræðum við þau um hversu hratt ég var að keyra. Þess ber að geta að ég játaði mig alltaf sigraðan í þeim rökræðum fyrir rest. Svo hafa þau einu sinni eða tvisvar kíkt í heimsókn til mín í Bombay höllina svokölluðu þegar við Helga mín vorum að halda veislu. Nágrönnunum líkaði ekki tónlistarsmekkurinn. Hvað færðu þér á pizzu? Pepp og svepp, rjómaost og ananas – það er blanda sem klikkar aldrei. Hvaða lag peppar þig mest? Don‘t stop me now með Queen kemur mér alltaf í gírinn. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Það er misjafnt eftir dagsformi, en ég held ég sé í nokkuð góðum málum miðað við aldur og fyrri störf. Göngutúr eða skokk? Ég er einn þéttasti langhlaupari landsins þannig að skokk er málið hjá mér. Uppáhalds brandari? Það er ekki vinsælt á mínu heimili að ég segi brandara enda segja börnin mín að ég kunni ekkert nema lélega pabbabrandara. Ég heyrði reyndar einn um daginn sem mér fannst fyndinn, um manninn sem var svo lítill að hann var hola. Það útskýrir mögulega brandarabannið á heimilinu. Hvað er þitt draumafríi? Við erum mjög dugleg að ferðast fjölskyldan um landið með hjólhýsi, labba á fjöll, skoða landið og njóta í íslenskri náttúru. Hjólaferðir í Evrópu eru líka í miklu uppáhaldi hjá okkur, sérstaklega í Króatíu og á Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra, því þá átti Covid að vera löngu búið. Svo vann Liverpool líka Englandsmeistaratitilinn 2020 í fyrsta sinn í langan tíma svo það var alls ekki slæmt ár. Uppáhalds tónlistarmaður? Stebbi Hilmars kemur hér sterkur inn, hann er minn maður. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli það væri ekki þegar ég var einu sinni sem oftar að keppa í handbolta. Ég var ósammála dómaranum ítrekað í leiknum en hann átti einkar dapran dag að mínu mati. Það endaði með því að hann gaf mér rautt spjald fyrir tuð en þetta var á þeim tíma þegar spjöldin voru ennþá gerð úr pappa. Ég tók af honum spjaldið, reif það í fjóra hluta og át það. Dómarinn var smá stund að átta sig á þessu sem von er, en fékk svo lánað annað spjald hjá meðdómara sínum og vísaði mér verðskuldað upp í stúku. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Má vera íslenskur eða útlenskur. Ef það þyrfti að vera íslendingur þá klárlega Edda Björgvins. Hún er falleg, fyndin og skemmtileg eins og ég. Annars kæmi Kevin James líka sterklega til greina. Hefur þú verið í verbúð? Nei aldrei. Hafði samt mjög gaman að sjónvarpsseríunni. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump er tímalaust meistarastykki. Áttu eftir að sakna Nágranna? Aldrei borið gæfa til þess að detta inn í þá þætti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi fara á Egilsstaði, það er alltaf besta veðrið fyrir austan á sumrin og allt svæðið svo fallegt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Can‘t stop the feeling með Justin Timberlake.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira