Fín veiði í Minnivallalæk Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2022 08:04 Flottur urriði úr Minnivallalæk Minnivallalækur er veiðisvæði sem getur verðlaunað veiðimenn afskaplega vel ef aðstæður eru góðar. Þetta er ein af skemmtilegri ám á suðurlandi þar sem hún er bæði fjölbreytt og krefjandi en það sem laðar veiðimenn að ánni er von um að setja í stóra urriða en þeir geta orðið ansi vænir þarna. Hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel var við veiðar um helgina og lönduðu þeir alls 14 urriðum sem stærstir um 70 cm langir en einnig nokkrir 60 sm. Fiskurinn var að taka mest Blóðorm og Peacock en það sem getur oft gert gæfumunin í veiði í Minnivallalæk er að þekkja lífríkið vel og þá hvað urriðinn er að taka hverju sinni. Hann getur verið ansi vandfýsinn á flugur. Nú er verið að taka veiðihúsið í gegn og af þeim sökum er hægt að taka staka daga núna í maí og það er frábær kostur fyrir alla veiðimenn og veiðikonur sem vilja kynnast Minnivallalæk. Maí getur verið frábær tími en ef það á að gefa eitt gott ráð áður en heldið er til veiða þarna þá er það að læðast á bökkunum og láta fara lítið fyrir sér með litlar, og ég meina minnstu flugurnar sem þú átt í boxinu. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði
Þetta er ein af skemmtilegri ám á suðurlandi þar sem hún er bæði fjölbreytt og krefjandi en það sem laðar veiðimenn að ánni er von um að setja í stóra urriða en þeir geta orðið ansi vænir þarna. Hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel var við veiðar um helgina og lönduðu þeir alls 14 urriðum sem stærstir um 70 cm langir en einnig nokkrir 60 sm. Fiskurinn var að taka mest Blóðorm og Peacock en það sem getur oft gert gæfumunin í veiði í Minnivallalæk er að þekkja lífríkið vel og þá hvað urriðinn er að taka hverju sinni. Hann getur verið ansi vandfýsinn á flugur. Nú er verið að taka veiðihúsið í gegn og af þeim sökum er hægt að taka staka daga núna í maí og það er frábær kostur fyrir alla veiðimenn og veiðikonur sem vilja kynnast Minnivallalæk. Maí getur verið frábær tími en ef það á að gefa eitt gott ráð áður en heldið er til veiða þarna þá er það að læðast á bökkunum og láta fara lítið fyrir sér með litlar, og ég meina minnstu flugurnar sem þú átt í boxinu.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði