Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 13:10 Árið 2012 gerði lögregla húsleit á heimili Tony Omos. Hann var handtekinn og var haldið í gæsluvarðhaldi í 16 daga, þar af að hluta til í einangrun í tengslum við mál sem svo var fellt niður. Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira