Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. maí 2022 07:55 Maður yfirgefur kjörstað í sveitarstjórnarskosningunum í London í gær. Vísir/EPA Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira