Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 11:53 Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Róman Prótasevits og Sofiu Sapega. Vísir/EPA Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59