Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2022 14:30 Kathleen Folbigg. GettyImages Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira