Ferrari-menn fremstir á ráspól Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 23:06 Ferrari-ökumennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz ræsa fyrstir í Miami á morgun. Vísir/Getty Charles Leclerc verður á ráspól þegar keppt verður í Formúlu 1 í Miami á morgun en liðsfélagi hans hjá Ferrari, Carlos Sainz, mun leggja af stað í öðru sæti. Ríkjandi heimsmeistari, Max Verstappen, verður svo þriðji þegar ræst verður við Hard Rock-leikvanginn. Verstappen gerði mistök þegar hann freistaði þess að eiga besta hringinn í tímatökunni en samherji hollenska ökuþórsins, Sergio Perez, varð fjórði í dag. Valtteri Bottas, sem keyrir fyrir Alfa Romeo og Mercedes-ökuþórinn Lewis Hamilton komu þar á eftir. Mikil eftirspurn var eftir miðum á tímatökuna og kappaksturinn í Miami en Formúla 1 nýtur síaukinna vinsælda í Bandaríkjunum. Á meðal rúmlega 82,500 áhorfenda í dag var fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obam. „Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvað áhuginn á Formúlunni hefur vaxið í Bandaríkjunum síðustu ár og það verður gaman að keppa hérna á morgun," sagði Leclerc sem er efstur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn fyrir keppnina á morgun. Formúla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistari, Max Verstappen, verður svo þriðji þegar ræst verður við Hard Rock-leikvanginn. Verstappen gerði mistök þegar hann freistaði þess að eiga besta hringinn í tímatökunni en samherji hollenska ökuþórsins, Sergio Perez, varð fjórði í dag. Valtteri Bottas, sem keyrir fyrir Alfa Romeo og Mercedes-ökuþórinn Lewis Hamilton komu þar á eftir. Mikil eftirspurn var eftir miðum á tímatökuna og kappaksturinn í Miami en Formúla 1 nýtur síaukinna vinsælda í Bandaríkjunum. Á meðal rúmlega 82,500 áhorfenda í dag var fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obam. „Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvað áhuginn á Formúlunni hefur vaxið í Bandaríkjunum síðustu ár og það verður gaman að keppa hérna á morgun," sagði Leclerc sem er efstur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn fyrir keppnina á morgun.
Formúla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira