Íslensk tilfelli nýs undirafbrigðis teljandi á fingrum annarrar handar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00