Skövde vann Kristianstad með fimm marka mun á útivelli í kvöld, lokatölur 31-36. Um var að ræða fjórða leik liðanna og sigurinn þýðir að Skövde er komið í úrslitaeinvígi deildarinnar.
Bjarni Ófeigur átti frábæran leik í liði Skövde í kvöld. Hann skoraði fimm mörk ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar.
Í úrslitum mætir Skövde annað hvort Sävehof eða Ystad í úrslitum. Deildarkeppnin í Svíþjóð endaði þannig að Sävehof varð deildarmeistari, Skövde kom þar á eftir á meðan Ystad endaði í 4. sæti.