Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 13:47 Casey White á mynd lögreglu í Indiana eftir að hann var handtekinn í gær. AP/lögreglustjórinn í Vanderburgh-sýslu Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira