„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 09:08 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, hitti mann sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla til að mótmæla hversu illa þeim er gjarnan lagt. Vísir/Vilhelm Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira