Hversu löng eru fjögur ár? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. maí 2022 13:46 Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun