Dæmdur í fimmtán mánuði fyrir sérstaklega hættulega hnífstunguárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2022 16:26 Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, af þeim eru tólf skilorðsbundnir. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hótun og sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn einnig til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður í byrjun mars á þessu ári fyrir að hafa í september 2018 veist að manni með ofbeldi inni í bifreið í Reykjanesbæ, stungið hann með hníf í vinstri upphandlegg og tvívegis í vinstra læri. Afleiðingar hnífstunganna voru þau að brotaþoli hlaut þrjú 1 cm stungusár, eitt í handlegg og tvö í fótlegg. Samkvæmt dómnum, sem féll 4. maí síðastliðinn, var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa hótað manninum ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Fram kemur í ákæru að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur nokkra dóma á bakinu. Maðurinn hefur einu sinni gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og sjö sinnum hlotið dóma vegna brota gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. Þar sem líkamsárásin sem um ræðir hér var framin áður en fjórir síðustu dómarnir voru upp kvaðnir verður manninum því dæmdur hegningarauki. Brotaþoli krafðist þess að maðurinn greiddi honum eina milljón króna í miskabætur, sem dómurinn lækkaði í 600 þúsund krónur. Þá var maðurinn dmædur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra eru skilorðsbundnir í tvö ár. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Maðurinn var ákærður í byrjun mars á þessu ári fyrir að hafa í september 2018 veist að manni með ofbeldi inni í bifreið í Reykjanesbæ, stungið hann með hníf í vinstri upphandlegg og tvívegis í vinstra læri. Afleiðingar hnífstunganna voru þau að brotaþoli hlaut þrjú 1 cm stungusár, eitt í handlegg og tvö í fótlegg. Samkvæmt dómnum, sem féll 4. maí síðastliðinn, var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa hótað manninum ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Fram kemur í ákæru að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur nokkra dóma á bakinu. Maðurinn hefur einu sinni gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og sjö sinnum hlotið dóma vegna brota gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. Þar sem líkamsárásin sem um ræðir hér var framin áður en fjórir síðustu dómarnir voru upp kvaðnir verður manninum því dæmdur hegningarauki. Brotaþoli krafðist þess að maðurinn greiddi honum eina milljón króna í miskabætur, sem dómurinn lækkaði í 600 þúsund krónur. Þá var maðurinn dmædur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra eru skilorðsbundnir í tvö ár.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira