Hjól í skjól og hollur morgunmatur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. maí 2022 22:30 Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun