„Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar“ Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 12. maí 2022 06:30 Boris Johnson ræddi við Sauli Niinisto í gær og hét því að koma Finnum og Svíum til aðstoðar ef öryggi þeirra yrði ógnað í umsóknarferlinu. AP/Frank Augstein Stjórnvöld í Finnlandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast vonast til að nauðsynleg skref verði tekin næstu daga til að greiða fyrir formlegri umsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu. Í yfirlýsingunni segir að á síðustu vikum hafi mikilvægar umræður um mögulega aðild Finna að Nató átt sér stað og nú, þegar tími sé kominn til að taka ákvörðun, vilji ráðamenn koma afstöðu sinni á framfæri. „Aðild að Nató myndi styrkja öryggi Finnlands. Sem aðildarríki myndi Finnland styrkja allt bandalagið. Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af forseta og forsætisráðherra Finnlands. Fréttin var uppfærð klukkan 7.18. Gert er ráð fyrir að tímabilið frá umsókn til aðildar verði fremur skammt en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að Bretar muni í millitíðinni grípa til varna fyrir ríkin ef þeim verður ógnað. Vladimir Pútín Rússlandsforseti, sem hefur meðal annars réttlætt innrás Rússa í Úkraínu með því að vísa til „útþenslustefnu“ Nató, hefur ítrekað varað Finna og Svía við því að sækja um aðild og hótað „alvarlegum hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“. Sauli Niinisto, forseti Finnlands, var spurður að því í gær hvort aðildarumsókn Finna myndi ögra Rússum. „Mitt svar væri: Þú varst valdur að þessu. Líttu í spegilinn,“ svaraði forsetinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína væri Rússland helsta ógnin sem steðjaði að heiminum. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Finnland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að á síðustu vikum hafi mikilvægar umræður um mögulega aðild Finna að Nató átt sér stað og nú, þegar tími sé kominn til að taka ákvörðun, vilji ráðamenn koma afstöðu sinni á framfæri. „Aðild að Nató myndi styrkja öryggi Finnlands. Sem aðildarríki myndi Finnland styrkja allt bandalagið. Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af forseta og forsætisráðherra Finnlands. Fréttin var uppfærð klukkan 7.18. Gert er ráð fyrir að tímabilið frá umsókn til aðildar verði fremur skammt en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að Bretar muni í millitíðinni grípa til varna fyrir ríkin ef þeim verður ógnað. Vladimir Pútín Rússlandsforseti, sem hefur meðal annars réttlætt innrás Rússa í Úkraínu með því að vísa til „útþenslustefnu“ Nató, hefur ítrekað varað Finna og Svía við því að sækja um aðild og hótað „alvarlegum hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“. Sauli Niinisto, forseti Finnlands, var spurður að því í gær hvort aðildarumsókn Finna myndi ögra Rússum. „Mitt svar væri: Þú varst valdur að þessu. Líttu í spegilinn,“ svaraði forsetinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína væri Rússland helsta ógnin sem steðjaði að heiminum.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Finnland Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira