Kvenna-kjarasamningar! Sandra B. Franks skrifar 12. maí 2022 10:15 Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun