Oddvitar Framsóknarflokksins boða ekki farsæld fyrir öll börn Lúðvík Júlíusson skrifar 12. maí 2022 11:15 Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun