Það var frábær stemmning og fullt hús hjá Farmers Market þegar við heimsóttum opnunarteitið þeirra. Fyrirtækið hefur ávalt verið þekkt fyrir nútímalegar en klassískar flíkur og hefur íslenska ullin spilað stórt hlutverk í hönnun þeirra hjóna.
Á HönnunarMars voru kynntar tvær nýjar flíkur gerðar úr ullarfeldi, sem er þó ekki feldur og eru gríðarlega fallegar.






