„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2022 23:24 Ólafur Hreggviður Sigurðsson, heimastjórnarmaður á Seyðisfirði, og Pétur Heimisson, frambjóðandi VG í Múlaþingi, eru á öndverðum meiði um fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Vísir/Egill Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu. Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur. Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur.
Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira