Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 14:56 Lögreglumenn við inngang hótels í Barú í Kólumbíu þar sem Marcelo Pecci var skotinn til bana. Hann hafði lífverði í Paragvæ en skildi þá eftir heima í brúðkaupsferðinni. Vísir/EPA Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið. Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið.
Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01