Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 18:53 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu. Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu.
Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira