Hugleiðingar oddvita degi fyrir kosningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 13. maí 2022 09:10 Nú er rétt um sólarhringur í kosningar og öll framboð á endasprettinum við að kynna sig og stefnumál sín. Þessi kosningabarátta hefur verið virkilega skemmtileg og lærdómsrík. Ég hef kynnst mikið af frábæru fólki á ferðum mínum um héraðið og eru allir sammála um að ráðast þurfi í umfangsmikla uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það hefur verið mikil vítamínsprauta að finna kraftinn og jákvæðnina, ég upplifi mikinn velvilja fólks og þykir ótrúlega vænt um það traust og þakklæti sem ég hef fundið fyrir síðustu vikur. Nú er komið að þeim tímapunkti að það sem koma skal er ekki lengur í okkar höndum. Fólk mun flykkjast í kjörklefana á morgun og setja X við þann flokk og þá einstaklinga sem það treystir til að leiða sveitarfélagið í gegnum þessa miklu uppbyggingu sem framundan er. Orðum skulu fylgja efndir Síðan við í Samfylkingunni og Viðreisn byrjuðum þessa vegferð þá hefur okkur verið tíðrætt um að lofa ekki upp í ermina okkar, orðum þurfa nefnilega fylgja efndir. Við tölum fyrir ábyrgri fjármálastjórn og því þarf að forgangsraða fjármunum skynsamlega. Í því felst t.d. að hætta að innleiða fjárfrekar stefnur sem eru svo bara það, stefnur sem er ekkert endilega fylgt eftir, líta bara vel út á pappír. Einnig með því að bæta verkferla og sleppa þannig þann auka kostnað sem fylgir því þegar kastað er til hendinni og krónunni kastað til að spara aurinn. Að fjárfesta í framtíðinni Við fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Við í Samfylkingunni og Viðreisn viljum taka fyrsta skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskólum. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Við erum sannfærð um, og rannsóknir sýna, að þetta er aðgerð sem mun skila sér margfalt til baka, bæði fjárhagslega og samfélagslega. Rannsókn sem gerð var á tveggja til fjögurra ára gömlum börnum yfir 50 ára tímabil sýndi fram á að fyrir hverja milljón sem varið er í að hlúa að börnum þá sparar samfélagið sjö milljónir. Þessi börn skila sér síður út í réttarkerfið, heilbrigðiskerfið, endast lengur í námi og munu skila inn meiri tekjum þegar fram líða stundir. Jafnframt myndum við laða að yngra fólk til búsetu í sveitarfélaginu með þessum stuðningi við börn og barnafjölskyldur og þannig auka tekjustofn sveitarfélagsins. Þetta er ekki svo há upphæð sem um ræðir, það eru um 30 milljónir sem færu árlega í að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa leikskólavist fjórar klukkustundir á dag. Áfram yrði greitt fæðisgjald líkt og í grunnskólunum, þannig væri jafnræði tryggt á milli skólastiga. Þetta er ekki há upphæð sem slík fyrir sveitarfélagið en þetta er stór biti fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, einstæða foreldra, öryrkja og aðra viðkvæma hópa. Við í Samfylkingunni og Viðreisn viljum skapa samfélagslega sátt um að fjárfesta í framtíðinni á þennan hátt. Það þarf nefnilega heilt þorp til að ala upp barn. Hugum að viðkvæmum hópum Eins og áður hefur komið fram þá eru stór verkefni framundan sem allir eru sammála um að þoli enga bið, það þarf að fara í mikla uppbyggingu mannvirkja, fjölga íbúum, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Um þetta er enginn ágreiningur. En mikilvægt er að vanda vel til verka, fylgja verkferlum og kalla sem flesta að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar. Á sama tíma má ekki gleyma þeim íbúum sem fyrir eru. Lýðheilsumál eru stór málaflokkur og miklar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þar. Brýnt er að hafa öflugt forvarnarstarf og auka þannig sjálfstæði og lífsgæði fólks. Þeir hópar sem þarf helst að horfa til eru eldri borgarar og fatlaðir einstaklingar. Það þarf að rífa upp íþróttastarf fatlaðra og gera þeim kleift að vera virkari þátttakendur í samfélaginu. Því tengdu þarf að horfa til þeirra barna sem þurfa og fá stuðning í skóla en ekki þegar kemur að frístund eða íþróttaæfingum. Við erum því miður með stóran hóp barna sem hafa hrökklast úr íþróttum þar sem þau eru í aðstæðum sem þau ráða ekki við og ekki með þann stuðning sem þau þurfa til að læra að takast á við þær. Þetta er oft á tíðum sá hópur sem þyrfti hvað mest á því að halda að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Við erum með öryrkja sem rétta skrimta og hafa jafnvel ekki efni á að sækja þá þjónustu sem þau þurfa og eiga rétt á. Kerfin tala ekki saman og kerfi sem eiga að vera fyrir fólk flækjast oft á tíðum fyrir fólki. Við verðum að taka þétt utan um þennan hóp þannig að allir upplifi sig sem fullgilda meðlimi samfélagsins. Mörg þessara mála er hægt að leysa nánast eingöngu með góðum vilja og í krafti þess mannauðs sem hér er til staðar í sveitarfélaginu. Heilsugæslan er svo sér kapítuli út af fyrir sig en við verðum að mynda þrýsting á ríkið og HVE um að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Íbúar eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Af hverju að setja X við A? Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir þær áskoranir sem ný sveitarstjórn þarf að takast á við. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum með fjölbreyttan bakgrunn og myndum þannig öflugt teymi sem er tilbúið að láta verkin tala. Okkar stærsta kosningaloforð til ykkar kæru kjósendur er að við munum vinna af heilindum, í samvinnu við bæði íbúa og aðra flokka í þágu sveitarfélagsins. Með því að setja X við A á morgun er tekið stórt skref í átt að hagsæld og fólksvænu samfélagi. Við hvetjum öll til að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn sinn, þannig virkar lýðræðið best. Takk fyrir frábæra kosningabaráttu, hlakka til að sjá ykkur úti á feltinu. Höfundur er oddviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú er rétt um sólarhringur í kosningar og öll framboð á endasprettinum við að kynna sig og stefnumál sín. Þessi kosningabarátta hefur verið virkilega skemmtileg og lærdómsrík. Ég hef kynnst mikið af frábæru fólki á ferðum mínum um héraðið og eru allir sammála um að ráðast þurfi í umfangsmikla uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það hefur verið mikil vítamínsprauta að finna kraftinn og jákvæðnina, ég upplifi mikinn velvilja fólks og þykir ótrúlega vænt um það traust og þakklæti sem ég hef fundið fyrir síðustu vikur. Nú er komið að þeim tímapunkti að það sem koma skal er ekki lengur í okkar höndum. Fólk mun flykkjast í kjörklefana á morgun og setja X við þann flokk og þá einstaklinga sem það treystir til að leiða sveitarfélagið í gegnum þessa miklu uppbyggingu sem framundan er. Orðum skulu fylgja efndir Síðan við í Samfylkingunni og Viðreisn byrjuðum þessa vegferð þá hefur okkur verið tíðrætt um að lofa ekki upp í ermina okkar, orðum þurfa nefnilega fylgja efndir. Við tölum fyrir ábyrgri fjármálastjórn og því þarf að forgangsraða fjármunum skynsamlega. Í því felst t.d. að hætta að innleiða fjárfrekar stefnur sem eru svo bara það, stefnur sem er ekkert endilega fylgt eftir, líta bara vel út á pappír. Einnig með því að bæta verkferla og sleppa þannig þann auka kostnað sem fylgir því þegar kastað er til hendinni og krónunni kastað til að spara aurinn. Að fjárfesta í framtíðinni Við fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Við í Samfylkingunni og Viðreisn viljum taka fyrsta skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskólum. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Við erum sannfærð um, og rannsóknir sýna, að þetta er aðgerð sem mun skila sér margfalt til baka, bæði fjárhagslega og samfélagslega. Rannsókn sem gerð var á tveggja til fjögurra ára gömlum börnum yfir 50 ára tímabil sýndi fram á að fyrir hverja milljón sem varið er í að hlúa að börnum þá sparar samfélagið sjö milljónir. Þessi börn skila sér síður út í réttarkerfið, heilbrigðiskerfið, endast lengur í námi og munu skila inn meiri tekjum þegar fram líða stundir. Jafnframt myndum við laða að yngra fólk til búsetu í sveitarfélaginu með þessum stuðningi við börn og barnafjölskyldur og þannig auka tekjustofn sveitarfélagsins. Þetta er ekki svo há upphæð sem um ræðir, það eru um 30 milljónir sem færu árlega í að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa leikskólavist fjórar klukkustundir á dag. Áfram yrði greitt fæðisgjald líkt og í grunnskólunum, þannig væri jafnræði tryggt á milli skólastiga. Þetta er ekki há upphæð sem slík fyrir sveitarfélagið en þetta er stór biti fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, einstæða foreldra, öryrkja og aðra viðkvæma hópa. Við í Samfylkingunni og Viðreisn viljum skapa samfélagslega sátt um að fjárfesta í framtíðinni á þennan hátt. Það þarf nefnilega heilt þorp til að ala upp barn. Hugum að viðkvæmum hópum Eins og áður hefur komið fram þá eru stór verkefni framundan sem allir eru sammála um að þoli enga bið, það þarf að fara í mikla uppbyggingu mannvirkja, fjölga íbúum, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Um þetta er enginn ágreiningur. En mikilvægt er að vanda vel til verka, fylgja verkferlum og kalla sem flesta að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar. Á sama tíma má ekki gleyma þeim íbúum sem fyrir eru. Lýðheilsumál eru stór málaflokkur og miklar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þar. Brýnt er að hafa öflugt forvarnarstarf og auka þannig sjálfstæði og lífsgæði fólks. Þeir hópar sem þarf helst að horfa til eru eldri borgarar og fatlaðir einstaklingar. Það þarf að rífa upp íþróttastarf fatlaðra og gera þeim kleift að vera virkari þátttakendur í samfélaginu. Því tengdu þarf að horfa til þeirra barna sem þurfa og fá stuðning í skóla en ekki þegar kemur að frístund eða íþróttaæfingum. Við erum því miður með stóran hóp barna sem hafa hrökklast úr íþróttum þar sem þau eru í aðstæðum sem þau ráða ekki við og ekki með þann stuðning sem þau þurfa til að læra að takast á við þær. Þetta er oft á tíðum sá hópur sem þyrfti hvað mest á því að halda að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Við erum með öryrkja sem rétta skrimta og hafa jafnvel ekki efni á að sækja þá þjónustu sem þau þurfa og eiga rétt á. Kerfin tala ekki saman og kerfi sem eiga að vera fyrir fólk flækjast oft á tíðum fyrir fólki. Við verðum að taka þétt utan um þennan hóp þannig að allir upplifi sig sem fullgilda meðlimi samfélagsins. Mörg þessara mála er hægt að leysa nánast eingöngu með góðum vilja og í krafti þess mannauðs sem hér er til staðar í sveitarfélaginu. Heilsugæslan er svo sér kapítuli út af fyrir sig en við verðum að mynda þrýsting á ríkið og HVE um að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Íbúar eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Af hverju að setja X við A? Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir þær áskoranir sem ný sveitarstjórn þarf að takast á við. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum með fjölbreyttan bakgrunn og myndum þannig öflugt teymi sem er tilbúið að láta verkin tala. Okkar stærsta kosningaloforð til ykkar kæru kjósendur er að við munum vinna af heilindum, í samvinnu við bæði íbúa og aðra flokka í þágu sveitarfélagsins. Með því að setja X við A á morgun er tekið stórt skref í átt að hagsæld og fólksvænu samfélagi. Við hvetjum öll til að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn sinn, þannig virkar lýðræðið best. Takk fyrir frábæra kosningabaráttu, hlakka til að sjá ykkur úti á feltinu. Höfundur er oddviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar