Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2022 11:20 Hjónin Peggy Helgason og Sigurður Helgason við komuna til Raleigh í gærkvöldi. KMU Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma. Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma.
Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23
Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34
Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19