Phil Mickelson dregur sig úr PGA meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:00 Phil Mickelson mun ekki verja titilinn á PGA meistaramótinu. Luke Walker/WME IMG/WME IMG via Getty Images Ríkjandi meistari Phil Mickelson mun ekki verja titil sinn á PGA meistaramótinu sem fram fer næstu helgi þar sem hann hefur dregið sig úr leik. Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“ Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“
Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01