Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 08:48 Kalush Orchestra gengu inn í höllina veifandi úkraínska fánanum í kvöld. Jens Büttner/Getty Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira