Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 11:00 Claudia Pina, Patri Guijarro og Melanie Serrano fagna hér sigri Barcelona í Meistaradeildinni. Getty/Alex Caparros Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira