Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 09:00 Pétur Rúnar Birgisson hljóp beint í fang systur sinnar, Heru, eftir að leik Tindastóls og Vals lauk. js „Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum. Ég hef sennilega aldrei farið með jafn miklar væntingar á íþróttaleik hér á landi og á leið minni á Sauðárkrók á sunnudag. Leikurinn og allt í kringum hann fór langt fram úr þeim væntingum. Ég hef farið á leiki í nánast öllum íþróttahúsum landsins en átti Síkið alltaf eftir. Það var því tími til kominn og síðasti séns þetta tímabilið enda síðasti heimaleikur Tindastóls á dagskrá. Dagar eins og þessir eru það sem gefur þessu öllu gildi. Fullt tveimur tímum fyrir leik Þegar við mættum á staðinn um stundarfjórðung fyrir klukkan sex (150 mínútum fyrir leik) hafði fjölmenni safnast saman fyrir aftan íþróttahúsið og gerði vel við sig í mat og drykk. Það kom svo á daginn að það var betra að vera með nóg á tankinum enda langt kvöld framundan. Tveimur klukkutímum fyrir leik var húsið nánast orðið fullt. Harla óvenjulegt hér á landi enda Íslendingar með eindæmum óstundvísir þegar kemur að íþróttaleikjum. Á gullaldarárum karlalandsliðsins í fótbolta var fólk enn að tínast á völlinn eftir að flautað hafði verið til leiks. Fólkið var samt ekki bara mætt til að ná sér í sæti heldur byrjaði það strax að syngja og tralla, syngja meira og tralla meira. Og hoppa þannig að gólfið í húsinu dúaði. Stemmningin fyrir leik var einstök, hávaðinn strax kominn upp að hættumörkum og skotin gengu milli stuðningsmannasveitanna án þess að fara út í nánari smáatriði. Nokkur fjöldi stuðningsmanna Vals gerðu sér ferð á Krókinn og stóðu fyrir sínu en áttu við ofurefli að etja enda Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, mun fjölmennari. Hringleikahúsið Fjöldinn í húsinu var orðinn það mikill löngu fyrir leik að þegar leikmenn Tindastóls komu á staðinn áttu þeir í erfiðleikum með að finna bílastæði. Það er eitt að horfa á leiki úr Síkinu í sjónvarpi og annað að vera á staðnum. Stemmningin er góð í gegnum skjáinn en að vera viðstaddur er ólýsanleg upplifun. Stór hluti af því er hversu fullkomið íþróttahús Síkið er. Stúkan, sem er við aðra hlið vallarins, er ekki bara full heldur er einnig pakkað fyrir aftan körfurnar og svo á svölunum fyrir ofan völlinn. Þetta er eins og hringleikahús. Það er ekki hægt að líkja því öðruvísi. Kynningin landsfræga Fyrir leik hélt Hlífar Óli Dagsson sína nú landsfrægu kynningu þar sem hann kallaði nöfn skylmingaþræla Skagafjarðarins þegar þeir hlupu inn á völlinn undir brjáluðum fagnaðarlátum Grettismanna sem voru hvít- og vínrauðklæddir og margir með vígalega kúrekahatta. Hinn fjórtán ára Hlífar Óli hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir leikmannakynningu sína. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fengu Hlífar Óli í sett til sín eftir annan leik úrslitaeinvígisins. Strákurinn var kokhraustur og lýsti sjálfum sér sem „fæddum performer.“ Orð geta aldrei gert leik gærkvöldsins nógu góð skil. Þar komum við einfaldlega að þanþoli tungumálsins. Lítið bar liðanna í milli. Til marks um það skiptust þau þrettán sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. Þau áttu hvort sitt 12-0 áhlaup en munurinn varð aldrei meiri en ellefu stig. Hristi af sér skömmina Það var magnað hversu oft leikurinn toppaði sig. Í honum voru allavega fimm augnablik sem maður hélt að yrðu ekki toppuð. Algjör „hvað í andskotanum var ég að horfa á“ augnablik sem er erfitt er að meðtaka, hvað þá þegar þau koma á færibandi. Þetta byrjaði með þriggja stiga körfu Taiwos Badmus þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Hann kom Tindastóli þá yfir, 70-73. Á þessum tíma voru menn orðnir stífir, skotin stutt og allt ofboðslega erfitt. Ég hef aldrei heyrt jafn mikinn hávaða í íþróttahúsi og þegar boltinn fór ofan í netið. Það var samt bara byrjunin. Taiwo Badmus kom Stólunum í bílstjórasætið með stórri þriggja stiga körfu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir.js Stólarnir voru komnir með frumkvæðið en Valsmenn áttu ás uppi í erminni. Undir lokin umbreyttist Bandaríkjamaðurinn Jacob Calloway í Þjóðverjann skotvissa Dirk Nowitzki og setti niður tvo þrista á síðustu átján sekúndum leiksins. Sá seinni fór af spjaldinu og ofan í og tryggði Val framlengingu. Skömmu áður en Calloway setti seinni þristinn ofan í hafði Javon Bess varið skot hans. En Bandaríkjamaðurinn hristi af sér skömmina sem fylgir því að láta verja frá sér skot og dró Valsmenn að landi. Hávaði við hættumörk Að tala um að allt hafi verið á suðupunkti þegar framlengingin hófst er fátækleg lýsing. Það var gjörsamlega allt kolbilað, hitinn og lætin í húsinu voru óbærilegt. Samkvæmt mælingu tæknimanna Stöðvar 2 Sports var hávaðinn í húsinu 108 desíbil sem er við hættumörk. Og það voru allir með. Fyrir framan okkur í frekar bágborinni blaðamannaaðstöðu sat áðurnefndur Hlífar Óli. Reyndar stóð hann eða iðaði öllu heldur. Við hliðina á okkur stóð eldri maður sem sá um gólfþrif. Hann nötraði og skalf og lýsið lak af honum. Hetjudáðir Jacobs Calloway dugðu ekki til.js Liðin héldu áfram að skiptast á höggum í framlengingunni og lok hennar eru þegar orðin goðsagnakennd. Kári Jónsson kom Val í kjörstöðu með því að setja niður tvö vítaskot þegar ellefu sekúndur voru eftir. Þriggja stiga forysta gestanna, 92-95, og stuðningsmenn farnir að finna lyktina af fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 1983. Bess fékk boltann í næstu sókn Tindastóls, setti niður stjörnugalinn þrist og jafnaði í 95-95. En allt var ekki búið enn. Hugboðið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Pavel Ermolinskij, reyndasti leikmaður Vals, bjó sig undir að taka innkastið. Eftir það sem virtist heil eilífð við leit að samherja sá hann Kristófer Acox. Boltinn rataði hins vegar aldrei í stórar krumlur Kristófers. Pétur Rúnar Birgisson fékk einhvers konar hugboð, stal boltanum, brunaði fram völlinn með Kristófer andandi ofan í hálsmálið á sér og lagði boltann ofan í körfuna rétt áður en leiktíminn rann út. Tindastólssigur staðreynd, 97-95. Eftir að lokaflautið gall hljóp Pétur í fangið á systur sinni. Endurrisa herra Skagafjarðar var fullkomnuð. Eftir erfið ár hefur þessi snjalli leikstjórnandi risið upp í úrslitakeppninni og er orðinn aftur að þeim einstaka leikmanni sem leiddi Stólanna í úrslit 2015 og 2018. Einn dans enn Ég hef örugglega farið á nokkur þúsund íþróttaleiki hér á landi en þetta er eina skiptið sem ég hef upplifað viðlíka stemmningu á leik innanhúss. Eini leikurinn sem kemst í hálfkvisti við þennan er úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í fótbolta haustið 2014. Ég get ekki fullyrt að þetta sé besta stemmning sem hefur verið á íþróttaleik á Íslandi – ég var ekki á oddaleik KR og Grindavíkur 2009 í körfubolta eða oddaleik Hauka og ÍBV 2014 í handbolta – en þetta er besta stemmning sem ég hef upplifað. Og þetta var ekki bara stemmningin heldur var leikurinn stórkostlegur. Stólarnir spiluðu vel sem og Valsmenn og ef gestirnir hefðu unnið í gini úlfsins hefðu stuðningsmenn Tindastóls ekki getað annað en tekið barðastóru hattanna ofan fyrir Val. Þegar við héldum heim um miðnætti iðaði Sauðárkrókur enn af lífi. Og hann gerir það eflaust næstu daga enda lokadansinn eftir. Oddaleikur á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Safnið bara kröftum fyrir hann. Má ég heyra? Þér heyrðuð og munið heyra. Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Ég hef sennilega aldrei farið með jafn miklar væntingar á íþróttaleik hér á landi og á leið minni á Sauðárkrók á sunnudag. Leikurinn og allt í kringum hann fór langt fram úr þeim væntingum. Ég hef farið á leiki í nánast öllum íþróttahúsum landsins en átti Síkið alltaf eftir. Það var því tími til kominn og síðasti séns þetta tímabilið enda síðasti heimaleikur Tindastóls á dagskrá. Dagar eins og þessir eru það sem gefur þessu öllu gildi. Fullt tveimur tímum fyrir leik Þegar við mættum á staðinn um stundarfjórðung fyrir klukkan sex (150 mínútum fyrir leik) hafði fjölmenni safnast saman fyrir aftan íþróttahúsið og gerði vel við sig í mat og drykk. Það kom svo á daginn að það var betra að vera með nóg á tankinum enda langt kvöld framundan. Tveimur klukkutímum fyrir leik var húsið nánast orðið fullt. Harla óvenjulegt hér á landi enda Íslendingar með eindæmum óstundvísir þegar kemur að íþróttaleikjum. Á gullaldarárum karlalandsliðsins í fótbolta var fólk enn að tínast á völlinn eftir að flautað hafði verið til leiks. Fólkið var samt ekki bara mætt til að ná sér í sæti heldur byrjaði það strax að syngja og tralla, syngja meira og tralla meira. Og hoppa þannig að gólfið í húsinu dúaði. Stemmningin fyrir leik var einstök, hávaðinn strax kominn upp að hættumörkum og skotin gengu milli stuðningsmannasveitanna án þess að fara út í nánari smáatriði. Nokkur fjöldi stuðningsmanna Vals gerðu sér ferð á Krókinn og stóðu fyrir sínu en áttu við ofurefli að etja enda Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, mun fjölmennari. Hringleikahúsið Fjöldinn í húsinu var orðinn það mikill löngu fyrir leik að þegar leikmenn Tindastóls komu á staðinn áttu þeir í erfiðleikum með að finna bílastæði. Það er eitt að horfa á leiki úr Síkinu í sjónvarpi og annað að vera á staðnum. Stemmningin er góð í gegnum skjáinn en að vera viðstaddur er ólýsanleg upplifun. Stór hluti af því er hversu fullkomið íþróttahús Síkið er. Stúkan, sem er við aðra hlið vallarins, er ekki bara full heldur er einnig pakkað fyrir aftan körfurnar og svo á svölunum fyrir ofan völlinn. Þetta er eins og hringleikahús. Það er ekki hægt að líkja því öðruvísi. Kynningin landsfræga Fyrir leik hélt Hlífar Óli Dagsson sína nú landsfrægu kynningu þar sem hann kallaði nöfn skylmingaþræla Skagafjarðarins þegar þeir hlupu inn á völlinn undir brjáluðum fagnaðarlátum Grettismanna sem voru hvít- og vínrauðklæddir og margir með vígalega kúrekahatta. Hinn fjórtán ára Hlífar Óli hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir leikmannakynningu sína. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fengu Hlífar Óli í sett til sín eftir annan leik úrslitaeinvígisins. Strákurinn var kokhraustur og lýsti sjálfum sér sem „fæddum performer.“ Orð geta aldrei gert leik gærkvöldsins nógu góð skil. Þar komum við einfaldlega að þanþoli tungumálsins. Lítið bar liðanna í milli. Til marks um það skiptust þau þrettán sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. Þau áttu hvort sitt 12-0 áhlaup en munurinn varð aldrei meiri en ellefu stig. Hristi af sér skömmina Það var magnað hversu oft leikurinn toppaði sig. Í honum voru allavega fimm augnablik sem maður hélt að yrðu ekki toppuð. Algjör „hvað í andskotanum var ég að horfa á“ augnablik sem er erfitt er að meðtaka, hvað þá þegar þau koma á færibandi. Þetta byrjaði með þriggja stiga körfu Taiwos Badmus þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Hann kom Tindastóli þá yfir, 70-73. Á þessum tíma voru menn orðnir stífir, skotin stutt og allt ofboðslega erfitt. Ég hef aldrei heyrt jafn mikinn hávaða í íþróttahúsi og þegar boltinn fór ofan í netið. Það var samt bara byrjunin. Taiwo Badmus kom Stólunum í bílstjórasætið með stórri þriggja stiga körfu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir.js Stólarnir voru komnir með frumkvæðið en Valsmenn áttu ás uppi í erminni. Undir lokin umbreyttist Bandaríkjamaðurinn Jacob Calloway í Þjóðverjann skotvissa Dirk Nowitzki og setti niður tvo þrista á síðustu átján sekúndum leiksins. Sá seinni fór af spjaldinu og ofan í og tryggði Val framlengingu. Skömmu áður en Calloway setti seinni þristinn ofan í hafði Javon Bess varið skot hans. En Bandaríkjamaðurinn hristi af sér skömmina sem fylgir því að láta verja frá sér skot og dró Valsmenn að landi. Hávaði við hættumörk Að tala um að allt hafi verið á suðupunkti þegar framlengingin hófst er fátækleg lýsing. Það var gjörsamlega allt kolbilað, hitinn og lætin í húsinu voru óbærilegt. Samkvæmt mælingu tæknimanna Stöðvar 2 Sports var hávaðinn í húsinu 108 desíbil sem er við hættumörk. Og það voru allir með. Fyrir framan okkur í frekar bágborinni blaðamannaaðstöðu sat áðurnefndur Hlífar Óli. Reyndar stóð hann eða iðaði öllu heldur. Við hliðina á okkur stóð eldri maður sem sá um gólfþrif. Hann nötraði og skalf og lýsið lak af honum. Hetjudáðir Jacobs Calloway dugðu ekki til.js Liðin héldu áfram að skiptast á höggum í framlengingunni og lok hennar eru þegar orðin goðsagnakennd. Kári Jónsson kom Val í kjörstöðu með því að setja niður tvö vítaskot þegar ellefu sekúndur voru eftir. Þriggja stiga forysta gestanna, 92-95, og stuðningsmenn farnir að finna lyktina af fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 1983. Bess fékk boltann í næstu sókn Tindastóls, setti niður stjörnugalinn þrist og jafnaði í 95-95. En allt var ekki búið enn. Hugboðið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Pavel Ermolinskij, reyndasti leikmaður Vals, bjó sig undir að taka innkastið. Eftir það sem virtist heil eilífð við leit að samherja sá hann Kristófer Acox. Boltinn rataði hins vegar aldrei í stórar krumlur Kristófers. Pétur Rúnar Birgisson fékk einhvers konar hugboð, stal boltanum, brunaði fram völlinn með Kristófer andandi ofan í hálsmálið á sér og lagði boltann ofan í körfuna rétt áður en leiktíminn rann út. Tindastólssigur staðreynd, 97-95. Eftir að lokaflautið gall hljóp Pétur í fangið á systur sinni. Endurrisa herra Skagafjarðar var fullkomnuð. Eftir erfið ár hefur þessi snjalli leikstjórnandi risið upp í úrslitakeppninni og er orðinn aftur að þeim einstaka leikmanni sem leiddi Stólanna í úrslit 2015 og 2018. Einn dans enn Ég hef örugglega farið á nokkur þúsund íþróttaleiki hér á landi en þetta er eina skiptið sem ég hef upplifað viðlíka stemmningu á leik innanhúss. Eini leikurinn sem kemst í hálfkvisti við þennan er úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í fótbolta haustið 2014. Ég get ekki fullyrt að þetta sé besta stemmning sem hefur verið á íþróttaleik á Íslandi – ég var ekki á oddaleik KR og Grindavíkur 2009 í körfubolta eða oddaleik Hauka og ÍBV 2014 í handbolta – en þetta er besta stemmning sem ég hef upplifað. Og þetta var ekki bara stemmningin heldur var leikurinn stórkostlegur. Stólarnir spiluðu vel sem og Valsmenn og ef gestirnir hefðu unnið í gini úlfsins hefðu stuðningsmenn Tindastóls ekki getað annað en tekið barðastóru hattanna ofan fyrir Val. Þegar við héldum heim um miðnætti iðaði Sauðárkrókur enn af lífi. Og hann gerir það eflaust næstu daga enda lokadansinn eftir. Oddaleikur á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Safnið bara kröftum fyrir hann. Má ég heyra? Þér heyrðuð og munið heyra.
Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti