Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 14:02 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir enn á ný í úrslit Vesturdeildarinnar. AP/Carlos Avila Gonzalez NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því. Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021. NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Curry var í þrjú ár í Davidson frá 2006 til 2008 og var með 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum fyrir skólann. Hann er stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans og enginn hefur heldur skorað fleiri þrista eða stal fleiri boltum fyrir skólalið Davidson. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Sumarið 2009 ákvað hann að skrá sig í nýliðavalið í stað þess að klára síðasta árið í skólanum. Curry náði því ekki að útskrifast. Hann sló síðan í gegn í NBA-deildinni og hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Curry var aftur á móti ákveðinn í að klára háskólaprófið sitt með því að spila í NBA og það tókst honum að gera á þrettán árum. Árið 2015 lofaði hann því að hann myndi klára háskólaprófið. Congratulations @StephenCurry30! #itsagreatdaytobeawildcat @DavidsonMBB pic.twitter.com/6adJhqCtF5— Davidson College (@DavidsonCollege) May 15, 2022 Golden State Warriors tilkynnti að Curry væri nú að útskrifast úr Davidson háskólanum. Hann átti eina önn eftir þegar hann fór í NBA og náði að klára síðustu tímanna á þessari vorönn. Curry útskrifast með BA-bróf í félagsfræði. Davidson háskólinn heiðrar ekki leikmenn skólans nema ef að þeir útskrifast og því loksins núna verður treyja Curry dregin upp í rjáfur í höll skólans. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Curry mætir þó ekki á útskriftina enda upptekinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitum Vesturdeildarinnar en sagðist vonast til að gera komið seinna í sumar í Davidson til að veita prófskírteininu sínu viðtöku. Það er þó ekki eins og Curry þurfi að finna sér nýtt starf eftir að NBA-ferlinum lýkur. Hann hefur þegar unnið sér inn 212 milljónir dollara í laun og þar ekki talinn með 215 milljón dollara samningurinn sem hann skrifaði undir í ágúst 2021.
NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira