Óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2022 11:54 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún gerir ráð fyrir að málið verði leyst. Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira