Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. maí 2022 06:43 Úkraínskir hermenn í haldi Rússa í Maríuól. AP Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira