Húsið er friðað og eitt af örfáum steinbæjum í Reykjavík. Vala Matt leit við hjá Sölku í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Salka er einstaklega nægjusöm og hefur eins og svo margir af hennar kynslóð auga fyrir gömlum munum og það sést vel í þessu fallega húsi þar sem hún endurnýtir gamla hluti sem eiga sér sögu.
Þegar maður býr í eins smáhýsi eins og parið gerir þarf naumhyggjan að vera alls ráðandi.
Á heimilinu er ekkert af húsgögnum eða hlutum eða fatnaði sem ekki er þörf fyrir.
Hér að neðan má sjá innslag Völu um þetta einstaklega fallega hús en smáhýsi eru gríðarlega vinsæl um allan heim og færist það alltaf í aukanna að fólk ákveði að búa smátt í stað þess að steypa sér í skuldir.